Drizzt er afsprengi ímyndunarafls RA Salvatore, höfundar bóka einsog t.d The Icewind Dale Trilogy.
Drizzt ólst upp í landi sem er kallað “The underdark” og er heimili kynþátta einsog Drow(Kynþáttur illra álfa sem voru gerðir brottrækir af yfirborðinu) og Duerga.
Langt undi dýpstu hellum Underdark leynist staðurinn þar sem Drizzt ólst upp, Menzoberranzan heimili Drow. Frá unga aldri var Drizzt kennt hin forna list galdurs, en seinna (um 16 ára aldur) tók kynfaðir hans, Zaknafein við honum og kenndi honum bardagalistir. Hann gekk í skólann Melee-Magthere og lærði þar sögu Drow, samhliða bardagalistum. Eftir að félagi hans í skólanum hafði svikið hann gerðist hann einfari og sniðgekk aðra. Eftir að kynfaðir hans deyr, flýr Drizzt Menzoberranzan og flyst í óbyggðir Underdark. Þar gleymir hann tímanum og ef það væri ekki fyrir vini hans, Guenhwyvar, Belwar Dissengulp, and Clacker, hefði hann aldrei getað varist árásum fjölskyldu sinnar, þau þurftu að endurheimta heiður fjölskyldunnar.
Til að flýja frá þeim heimi sem hann ólst upp í fór hann á yfirborðið, þar var hann hataður af þeim sem hann reyndi að bjarga, afþví hann var Drow. Á endanum rekst hann á gamlann og blindann Ranger að nafni Montolio DeBrouchee og kennir hann honum allt um gyðjuna Mielikki, gyðju Ranger-a. En fyrir Drizzt var Mielikki meira en gyðja, orð hennar var lífstíll hans.
Eftir dauða Montolio varð Drizzt eirðarlaus og ráfaði um. Hann var gerður brottrækur úr öllum borgum sem hann kom í vegna kynþáttar síns en endaði loks í Icewind Dale. Honum var ekki leyft að vera í þeim fáu borgum sem voru í landinu, Ten Towns (það sem bæirnir voru kallaðir) en fékk að vera hinum megin við eina fjallið í landinu Kelvins´Cairn. Þar hittir hann fólk sem mun verða förunautar hans ævilangt og líf hans byrjar að nýju.
Drizzt er án efa ein af mestu hetjunum í Forgotten Realms, og
tvímælalaust sá með stærsta hjartað, hann bregst aldrei vinum sínum og er alltaf tilbúinn að hjálpa þeim sem minna mega sín.
Drizzt er uppáhaldshetjan mín í Forgotten Realms sögusviðinu, næst á undan Elminster :) og vona ég að þú kæri lesandi munir fá að njóta afreka hans og ég legg til að nú reynir að næla þér í eftirfarandi bækur:
The Dark Elf Trilogy: Homeland, Exile og Sojourn
The icewind Dale trilogy: The Crystal Shard, Streams of Silver og The Halflings Gem
Aðrar bækur um Drizzt: The Legacy, Starless Night, Siege of Darkness, Passage to Dawn, The Silent Blade og nýjasta bókin um hann, Sea of swords, en hún kom út 30 Október.