Ég hef ekki sent neinn galdur inn í smá tíma svo nú kem ég með tvo galdra í einu. Það munu vera mest notuðu prestagaldrar Forgotten Realms leikjanna (fyrir utan BG2), “Blessun” og “Minniháttar lækning” (cure light wounds) sem hljómar e.t.v. skringilega.
———————-
Minniháttar lækning
<img src="http://www.locusinn.com/games/bg2/images/items/sppr103c.gif“>
Skóli: Andasæring (þ.e. sá skóli sem fæst við líf/dauðann , Necromancy)
Stig: 1
Svið: Lækningar
Færi: Snerting
Gildistími: Varanlegt
Kasttími: 5
Áhrifasvæði: Snert vera
Mótstöðukast: Ekkert
Þegar presturinn kastar þessum galdri, og leggur hendur sínar á veruna, læknar hann átta heilsupunkta vegna sára eða annarra meiðsla. Þessi lækning hefur ekki áhrif á verur án efnislegs líkama, né getur hún læknað verur sem eru afturgengnar eða utanheims/verur frá öðru tilverusviði (extraplanar).
Blessun
<img src=”http://www.locusinn.com/games/bg2/images/items/sppr101c.gif">
Skóli: Særingar/Köllun
Stig: 1
Svið: Allt
Færi: 55 metrar (60 yard; yard= 3 ensk fet= 0,9144 m)
Gildistími: 6 umferðir
Kasttími: 1 umferð
Áhrifasvæði: 50 feta ferningur
Mótstöðukast: Ekkert
Þegar blessunargaldrinum er kastað hækkar kastarinn baráttuhug vinveittra vera og öll þeirra mótstöðuköst gegn ótta fá áhrifin +1. Þar að auki hækkar hann teningaköst fyrir árásir um +1. Kastarinn ákvarðar færið (allt upp í 55 metra) sem hann mun kasta galdrinum á. Um leið og galdrinum er lokið hefur hann áhrif á allar verur innan 50 feta fernings með miðju sem er valin af kastaranum (þó veran færi sig út af áhrifasvæðinu er hún enn undir áhfrifum galdursins; þeir sem fara inn á svæðið eftir að galdrinum hefur verið kastað fá áhrifin ekki á sig).
———————-
Þessir tveir galdrar, og nú alhæfi ég, eru mest notuðu prestagaldrarnir í leiknum Baldur's Gate a.m.k. en þeir eru einnig notaðir mikið í IWD I&II og NWN nema hvað að í IWD og NWN fá leikmenn brátt betri galdra.
Minniháttar lækning var nauðsynleg í BG1 ef spilendur vildu ekki missa hópmeðlimi of fljótt. Þar sem þetta er einfaldur galdur, lítill kasttími á honum og að hann sé á fyrsta stigi gerir hann að vinsælasta og mest notaða prestagaldri Forgotten Realms leikjanna þegar á heildina er litið. Alveg bráðnauðsynlegur galdur.
Uppörvunargaldurinn blessun er líkast til algengasti galdur sinnar tegundar. Ef galdurinn virkaði ekki á allan hópin væri hann sennilega sjaldan notaður. Auk þess er alveg skelfilega pirrandi að einhver meðlimur verði hræddur og flýji (oftast vegna galdurs) og ávallt er gott að eiga meiri möguleika á að hitta andstæðinginn.
Engin snilldarþýðing hjá mér, en já. Ég er svangur.