Galdur vikunnar.

———————-

Eldhnöttur (fireball)
<img src="http://www.locusinn.com/games/bg2/images/items/spwi304c.gif">
Skóli: Framköllun (Evocation)
Stig: 3
Færi: Sjónarsvið kastara
Gildistími: Tafarlaus
Kasttími: 3
Áhrifasvæði: Innan 30 feta geisla
Mótstöðukast: 1/2

Eldhnöttur er eldsprengja, sem springur með lágum gný og framkallar skaða í hlutfalli við reynslustig galdramannsins sem kastar honum - 1T6 punkta skaði fyrir hvert reynslustig kastarans (að hámarki 10T6 skaða). Galdramaðurinn beinir fingrinum og mælir (þ.e. talar, segir) skotmálið (fjarlægð og hæð) þar sem eldhnötturinn á að springa. Rák leiftrar þá frá hinum bendandi fingri og ef hún rekst ekki á efnislegan líkama eða fasta hindrun áður en fyrirskipað takmark næst, blómgast hún yfir í eldhnött (fljótur árekstur veldur snemmri sprengingu). Verum sem mistekst mótstöðukast sitt þjást af fullum skaða af sprengingunni. Þær sem ná heppnuðu mótstöðukasti komast að hluta til frá sprengingunni og fá hálfan skaða á sig.

———————-

Ég þori næstum því að fullyrða að eldhnöttur er langnytsamlegasti og hagnýtasti sköddunargaldur BG leikjanna, þar sem hann dreifist og er fljótur í notkun. A.m.k. er hann sá galdur sem er hvað notaður ofast í BG1 og hríðfalla óvinirnir fyrir honum. Ég mæli sérstaklega með honum í Firewine Bridge verkefninu. Það verður alltaf minnisstætt hvernig sú Kobolda-slátrun fór fram.