Galdur vikunnar

———————-

Hröðun (Haste)
<img src="http://www.locusinn.com/games/bg2/images/items/spwi305c.gif“>
Skóli: Breytingar (Alteration)
Stig (level): 3
Færi: Sjónarsvið kastara
Líftími: 3 umferðir + 1 umferð fyrir hvert stig kastarans
Kasttími: 3
Áhrifasvæði: 40 feta ferningur, 1 vera fyrir hvert stig kastara
Mótstöðukast: Ekkert

Þegar þessum galdri er kastað fær hver og ein vera sem verður fyrir áhrifum galdursins tvöfaldan hreyfingahraða og einnig eina auka árás. Hröðuð vera fær þar að auki -2 frumkvæðisbónus (?, initiative bonus). Af þessum sökum mun vera, sem hreyfir sig á hraðanum 6 og hefur eina árás á umferð, hreyfa sig á hraðanum 12 og fær tvær árásir á umferð.

Á augnablikinu eftir að galdrinum hefur verið kastað verða allar vinveittar verur innan 40 feta kassa, með miðju sem er valin af kastaranum, fyrir áhrifum galdursins (þó veran færi sig út af áhrifasvæðinu er hún enn undir áhfrifum galdursins; þeir sem fara inn á svæðið eftir að galdrinum hefur verið kastað fá áhrifin ekki á sig). Taktu eftir að vera sem orðið hefur fyrir áhrifum hröðunar, eyðir jafnmikilli orku á meðan galdrinum stendur og hún mundi vanalega eyða á heilum degi. Þreytustig verunnar eykst hins vegar svo um munar. Það virðist samt ekki gerast í IWD. Það þýðir að veran verður þreytt (fatigued) við lok galdurins (og þjáist því eitthvað lítillega) en í BG er það ekki eins algengt að veran verði strax þreytt við lok galdursins.

Þennan galdur er ekki hægt að leggja við sjálfan sig eða við svipaða galdra til að fá enn meiri hraða. Galdraköstun og galdrar verða ekki fyrir áhrifum, þ.e. kasttími galdra minnkar ekki. Einnig vinnur hröðun gegn hægingargaldrinum (slow) og ógildir hann.

———————-

Ef hröðunargaldurinn er ekki einn nytsamlegasti uppörvunargaldur (boost) í öllum Forgotten Realms leikjunum, þá má ég hundur heita. Það sem er náttúrulega frábært er að hann verkar á allan hópinn. Lífslíkur hvers einstaklings í hópnum aukast mjög, því auðvelt er að koma sér út úr bardaga og einnig minnka lífslíkur óvinarins heldur betur. Samt þarf ekki að muna þennan galdur oft (þ.e. setja í ”memorize slot"), frekar nokkra eldhnettisgaldra (sem ég ætla að fjalla um í næstu viku). Mæli sterklega með þessum.