Charm Person (Enchantment/Charm)
Level: 1
Færi: Sýnilegt færi kastarans
Tímalengd: 5 rounds
Kasttími: 1
Áhrifasvæði: 1 persóna
Saving Throw: Neg.
Þessi galdur virkar á hvaða einu persónu sem þessum galdri er kastað á. Hugtakið persóna nær í kringum hvaða tvífætta mann, hálfmann eða einhvað sem að líkist manni á stærð við slíkan, eða minni, svo sem ljósálfa, drýada, dverga, álfa, gnolla, gnoma, goblina, hálf-álfa, halflinga, hálf-orka, hobgoblina, mannverur, kóbolda, manneðlur, vatnadísir, orka, smáálfa og svipaðar verur. Þannig að það er hægt að charma lvl 10 Fighter, en ekki Ogre. Persónan fær saving throw gegn galdri til þess að losna við áhrifin. Ef sá sem að verður fyrir galdrinum tekst ekki að ná saving throw, þá verður hann að góðum vini kastarans og verður að hlýða honum í einu og öllu. Kastarinn getur gefið honum skipanir, og charmaði einstaklingurinn mun fylgja þeim eins fljótt og auðið er.
Ef að kastarinn meiðir, eða reynir að meiða chörmuðu veruna vegna einhvers, eða ef Dispel Magic er kastað á chörmuðu persónuna, firnist galdurinn. Ef að tveir eða fleiri charm galdrar virka á eina veru, þá hefur sá sem að kastaði þeim síðasta völdin yfir henni. Munið að veran veit fullkomlega hvað gerðist á meðan hún var chörmuð.
Mundu auk þess að veran getur ekki yfirgefið svæðið sem hún var chörmuð á.
——————————————-
Þetta er galdur sem fólk verður að nota í Baldur’s Gate 1. Það er ekki hægt að sleppa því að hafa hann. Með Algernon’s Cloak er hægt að charma endalaust, og gefur það manni gott tækifæri á að rústa nokkrum erfiðum óvinum, auk þess sem þetta nýtist vel til þess að nýta sér galdra sem óvinurinn hefur.
En það er allt annað mál með Baldur’s Gate II. Þar er ekki hægt að velja sér tilgangslausari hlut. Það er skítlétt að fara í gegnum hann án þess að nota þennan galdur, sem var einn mikilvægasti galdurinn í Baldur’s Gate 1.
Lokaniðurstaða: Mjög góður í Baldur’s Gate I
Mjög lélegur í Baldur’s Gate II