Enn og aftur tek ég fyrir galdur dagsins, og í þetta skipti ætla ég að taka fyrir Reflected Image. Það er margt hægt að gera við það en það jafnast ekkert á við það að nota það þegar mest liggur við.
——————————————-
Reflected Image (Illusion/Phantasm)
Level: 1
Færi: 0
Tímalengd: 3 rounds + 1 round/level
Kasttími: 1
Svæðisáhrif: Kastarinn
Saving Throw: Ekkert
Þegar þessum galdri er kastað skapar kastari galdursins eina spegilmynd af sér sem ferðast um við hlið hans. Spegilmyndin gerir allt sem að galdrakarlinn/galdrakerlingin gerir þannig að ef einhver óvinur reynir að ráðast á galdrakarlinn/galdrakerlinguna, þá veit hann ekki hver hinn rétti er. Það eru 50% líkur á að óvinurinn hitti spegilmyndina og 50% líkur á að hann hitti kastara galdursins. Spegilmyndin hverfur þegar dispel magic er kastað á velheppnaðan hátt, þegar það er ráðist á hana eða þegar tími galdursins er út runninn.
——————————————-
Þessi galdur er enn einn tilgangslausi galdurinn í Baldur’s Gate II. Fyrir er Mirror Image sem að gerir nákvæmlega sama gagn, en hann gerir mun fleiri spegilmyndir af kastaranum. Ég mæli frekar með Mirror Image heldur en Reflected Image í Baldur’s Gate II. Þennan galdur er ekki hægt að eignast í Baldur’s Gate I.