Þú mátt algjörlega hafa þínar persónulegar skoðanir en sú, og ábyggilega mjög fagmannlega, ályktun um að Oblivion sé miklu minni og ómerkilegri en þeir hefðu getað gert hann finnst mér… ég veit ekki. Hversu miklu betri þurfa þeir að vera ef þeir, á heimsmælikvarða, scora sem einn besti leikur allra tíma, og þá sérstaklega sem besti crpg leikur allra tíma? Það má ábyggilega vel deila um það og er það persónulegt mat, en þegar lang stærsti meirihlutinn er á því að hann sé með þeim bestu leikjum sem hafa komið, þá veit ég ekki hversu mikil glóra er í því að segja að hann sé lítill og ómerkilegur… miðað við það sem *þú heldur* að þeir hefðu getað gert. Það hafa fjööölmargir reynt að feta spor free-roaming crpg með flestum skelfilegum tilraunum og að bethesda softworks hafi komið það góðum free-roaming leik út að hann sé talinn vera sá besti af flestum, þá þarf eitthvað mikið til þess að sannfæra mig um að bethesda sé ekki að standa sig.
Annars skildi ég ekki hvort þú værir að meina hvort að hann væri minni og ómerkilegri en þeir gerðu hann bara þannig til þess að losa hann við bugs(varstu ekki að segja að hann væri allur morandi í bugs?) eða hvort þú ert að segja að þeir hefðu auðveldlega geta tekið öll bugs úr honum og látið hann vera merkilegri og stærri eins og ekkert sé? Mér finnst ég hafa sannfært sjálfan mig um það að Oblivion sé einn af þeim bestu sem eru á markaðnum í dag og hef ekkert annað til að bera saman við… nema allar hinar hörmungarnar.
Varðandi peningana.
Þá hefur þú fullkomlega rétt fyrir þér, ég vona að þetta er ekki of nýjar fréttir fyrir þig; en svona er heimurinn í dag, ekkert sem hægt er að gera í því. Annars, ef þú ætlar að gera farsælan tölvuleik þá er mjög mikilvægt að leikurinn sé laus við flesta bugs, því annars er fólk óánægt með leikinn, skilar leiknum, segir vinum sínum hversu mikil vonbrigði leikurinn hafi verið og gefur skíta reviews um hann og fólk kaupir hann ekki og hann spyrst ekki um. Það er einmitt það góða við internetið og samskiptin í dag því þó að allt snúist um peninga þá snýst það um að ná í peningana frá okkur og lykilinn er oftast að hrífa kaupendurna. Sorglegt? Kannski. náttúrulegt? Klárlega.
Ashy… :)
Bætt við 19. júní 2007 - 01:11
Annars neinei, ekkert offtopic, allaveganna einmitt sama topic og ég var með í huga :P