ég ætla að skrifa samantekt sem inniheldur eiginlega allt sem ég veit um Fallout. ég hef reyndar aldrei spilað eitt.
þetta eru RPG leikir. Mikill húmor,mikið,mikið frelsi og gróft ofbeldi auk þess sem hægt er að stunda kynlíf með nokkrum persónum. Það er hægt að tala sig útur flestu (ef persónan er nógu gáfuð ef ekki þá verða oft til bráðfyndinn samtöl) og ferðast frjálslega um stór landsvæði í Kalíforníu. Leikrinar sýna post-nuclear war heim frá 50´s sjónarhorni. þú veistrisastór dýr útaf geislun, kjánaleg vélmenni sem líta út eins og eitthvað úr 50´s sci-fi mynd, tölvurnar minna líka á 50´s sci-fi myndir.
Fallout leikirnir gerist eftir risastórt stríð milli Kína´,Bandaríkjana og nokkra landa í evrópu og mið-austurlöndum sem öll börðust um yfirvöld yfir olíu og úraníum. Stríði entist lengi þangað það braust út heimstyrjöld árið 2077 sem entist í all 7 klukkutíma og endaði þegar Kína og Bandaríkinn skutu ótal kjarnorku sprengjum á hvort annað og meginhluti mannkyns þurkaðist út á nokkrum augnablikum.
Sumir náðu að komast lífs af með heppni og aðrir með því að komast niður í risa stór kjarnorku byrgi. Samfélagið var lamað í marga áratugi þangað til að fólkið sem lifði af fór hægt og rólega að endurbyggja heiminn.
Fyrsti leikurinn gerist þónokkrum áratugum eftir stíðið og maður leikur ungan mann (eða konu) sem ólst upp í svoan byrgi og þarf að hætta sér út vegna þess að tækið sem framleiðir vatn er bilað og þarf varahlut þessi leit leiðir svo til mikills ævintýris.
Seinni leikurin ngerist 80 árum seinna og leikur maður afkomanda fyrstu hetjurnar sem þarf að bjarga frumstæða þorpinu sem hann/hún býr frá hugnursneyð og þurkum í með því að finna G.E.C.K(Garden of Eden Creation Kit)sem er tæki sem var gert til þess að nota eftir á geislunin hafði minnkað og óhætt var að fara út til þess að gera eitthvað landsvæði hæft fyrir ræktun og búsettu.
Þetta leiðir svo í mikið ævintýri þar sem leifarnar af stjórvöldum bandaríkjanna koma meðal annars við sögu.
Maður getur bara leikið manneskju en það eru fleiri “races” í leikjunum:
Ghouls.
Margir þeirra sem lentu í mikilli geislun urðu að svokölluðum “ghouls” sem eru þær manneskjur sem komu verst útúr stríðinu ( það vantar mikið af húð og holdi og húðinn er orðinn mjög brennd eða jafnvell leðurkennd). Ghouls geta ekki farið hratt yfir auk þess sem þau eru mjög veikbyggð líkamlega en þau þola hinsvegar geislun mjög vel þar sem enginn geislun getur jafnast á við þá sem þau urðu fyrir í stríðinu ( öll ghouls urðu til í stríðinu og þar sem geisluninn hefur valdið ófrjósemi eru ekki til neinir nýir en af enhverji ástæðu eldast þau mjög hægt. Flestir líta niður á ghouls sökum óhugnalega útlits þeirra.
Super Mutants.
Manneskjur sem dýft var ofan í ker fullu af FEV (Forced Evolution Virus), Super Mutants eru stórir og massaðir, oftast með grænleyta húð og frekar afskræmdir útaf FEV. Margir þeirra eru líka nautheimskir en gáfur eftir FEV sýkingu fara eftir því hvort þeir hafi komist í snertingu við mikla geislun eða ekki. Þeir eru mjög sterkir en ekkert sérstaklega snöggir.
Flesti lýta þá hornaauga þar sem þeir voru einu sinni vondu kaglarnir og sköðuðu marga undir stjórn fyrrum eliðtoga síns(ætla ekki að nefna hver hann er það er spoiler). ÉG notaði alltaf karlkyn þar sem ég hef bara séð karlkyns super mutants og held að kvenkyns séu frekar óalgengir.
Fallout 3 er á leiðinni en Black-Isle (sem gerði hina leikinna) mun ekki gera hann vegna þess að þeir urðu gjaldþrota og Bethesda (sem gerðu Morrowind,Oblivion og svo framvegis) keyptu réttinn. Hann mun vera í þrívídd og nota bæta útgáfu af grafíki vélinni sem Oblivion notaði, og liklegast nota upphaflegu útgáfuna af Radiant AI(o blivion gervigreindin) en Radiant AI úr Oblivion var mjög þynnt og breytt vegna vandamála.
meira veit ég ekki.