setjast við eitthvað borð og virðast mjög áhyggjufullur… afþakka er barþjóninn spyr hvort þau vilja eitthvað og tala mjög lítið saman. Eftir hálftíma bil, skeður það… Gólfið á barinum opnast upp á gat og upp stíga vítislogar og brennisteinsfnykur… upp úr þessari holu klifrar stór, ljótur og illa lyktandi djöfull sem ætlar sér greinilega eitthvað illt.
Mage-inn bregst hraðast við og kallar “Anun Mi Se Ra Te” og sendir frá sér mikla kýneska orku beint að djöflinum sem veldur því að bæði hann og djöfullinn falla aftur fyrir sig…. Djöfullin rís upp aftur eftir mjög stutta stund en Mage-inn þarf tíma til að láta sér batna. En þegar Djöfullin er nýkominn á lappir stekkur Fighterinn beint upp á bringuna á honum, heldur sér föstum með því að halda í vinstri öxlinni meðan hann ber af öllu afli exinni sinni í bringuna á ófreskjunni… Blóðið gusast út og smá af því skvettist föt bardagamanns … og þau byrja að loga. Í sömu andrátt grípur djöfullinn í kallinn og með hægri hendi og þeytir honum beint á veggin hinum meginn á barnum. Thief-inn er kominn á góðan felustað og miðar með lásboganum sínum á hálsinn á skrímslinu, en bíður átekta. Á þessari stundu er mage-inn kominn aftur á lappir, en var of seinn… það fyrsta sem hann sér þegar hann er staðinn er upp er einmitt logandi hnöttur sem stefnir að honum á ógnar-hraða, en með rosalegu góðu viðbragði nær hann að búa til varnarvegg úr ís, sem splundrast um leið og hnötturinn skellur á hann.
En wizardinn stendur enn óskaddaður og er að móta orkubolta með höndunum meðan hann horfir á djöfullin með smá vott af glotti. Þá öskrar djöfullinn og ætlar að ráðast beint á hann, en um leið og hann leggur af stað skýtur Thief-inn á hann með lásboganum og hittir beint í hálsinn… við þetta hikar Djöfullinn í smátíma og á þeim tíma kastar Wizardinn galdrinum á hann og breytir honum í stein.