Ég var að fá nyjan leik um daginn sem heitir dark alliance PS2 þessi leikur fjallar um 1 persónu sem ætlar að
freista gæfunnar en þegar hann er kominn inn til baldurs gate þá komu þjófar og berja hann í hausinn
og taka allar eigur hans hann var heppin að lifa af því hann lenti í mjög hættulegum þjófum klíkan þeirra heitir: the new guild en maðurinn sem var rændur fór inn á krá þar fær hann verkefni að eyða rottum í vín kjallara fyrir það fær hann lykil að holræsunum því þar er the new guild semsagt hann fer niður í holræsinn til að ná peningunum sínum og lendir í miklum hremmingum en leikurinn heldur þannig áfram að hann þarf að bjarga manni sem hann sá á kránni fyrir það fær hann mikinn pening hann reynir að ná peningunum sínum aftur en hann flækist í að bjarga heiminum því myrku öflinn voru búinn að koma fyrir sterkum göldrum á tveimur stöðum sem vöru rétt hjá þannig hann hefur þaða task að eyða öllum skrímslum á þessum stöðum hann ferðast á milli staðanna í teleporthliðum sem flytja þá á milli staðanna þriggja.
mér finnst gott að hægt er að fara í gegnum leikinn í 2 player en þegar maður er búinn að vinna leikinn fær maður eitthvað svona í menuið svona lítill mission t.d að eyða öllum skrímslunum inni í dýflissunni það er mikið af vopnum í þessum leik t.d allt úppúr ryðguðum hnífum til :masterwork greatsword of speed +3
það sem ég er mjög ánægður með að maður getur keypt og selt vopn,brynjur og galdra
en það sem mér finnst svona dáldið lélegt er spila tíminn þegar maður er að spila söguþráðinn er bara svona um það bil 6 og hálfur klukkutími svo er þetta framhalds leikur þannig maður bíður bara spenntur eftir því en alla vega er líka flott að maður getur valið um 3 persónur human archer1dwarfen fighter2elven sorcerer3 semsagt bogamann1dverg2álf3 allar persónurnar hafa mismunandi krafta. þeir fara upp um level
ef þeir fá eitthvað sérstakt mikið af experiense points en jæja þetta er fráber leikur algjör snilld þannig allt þetta er það sem ég hef að segja um hann. ;)