Þá er loksins komið <a href="http://www.avault.com/pcrl/demo_temp.asp?game=dsiege“ target=”blank“>demo</a> af Dungeon Siege fyrir þá sem vilja prófa áður en þeir kaupa.
Mæli með því að allir með minnsta áhuga prófi leikinn <i>(demoið er reyndar 183Mb)</i>. Þeir sem leggja mikið upp úr hlutverkaspilun <i>(e. roleplaying)</i> verða kannski ekki hrifnir þar sem leikurinn er frekar línulegur, bara fjögur mismunandi hæfileikar <i>(e. skill)</i> og þrír mismunandi eiginleikar <i>(e. attributes)</i>. Hinsvegar er leikurinn hrikalega flottur <i>(að mínu mati)</i>, kannski svoldið léttur í byrjun en það breytist fljótt og bara yfirleitt mjög gamann að spila hann.
Ef ég ætti að líkja honum við einhvern leik.. Nox.. bara mun betri grafík, hægt að þróa kallinn/konuna hvernig sem maður vill <i>(í stað þess að vera fastur í ákveðnu hlutverki)</i> og hægt að hafa allt að sjö aukakalla/asna <i>(e. mules .. ekki kallarnir sem eru asnar)</i> í liði.
Helstu gallar sem ég hef rekist á eru:
-að leikurinn er helst til of línulegur.
-stundum standa kallarnir bara kyrrir í miðjum bardaga þó þeir séu með skipun um að ráðast á nærliggjandi óvini.
-bara hægt að framkvæma eina aðgerð meðan leikurinn er í bið <i>(e. pause)</i>, td. bara hægt að flytja eitt Healing Potion á milli kalla og svo þarf að taka leikinn úr bið til að drekka það.
-Snjókoma <i>(í leiknum)</i> fer alveg með GeForce256 skjákortið mitt í hæstu grafík gæðum.
Það er einhverstaðar til listi yfir þekktar villur en ég hef ekki en þá rekist á neitt sem veldur því að leikurinn hrynji.<br><br>Ziaf, er hin versti <a href=”http://www.hugi.is/deiglan/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=437609&iBoardID=144">hálfviti</a