Það er náttúrulega ekki hægt að keppa við Broken Steel, hann kom með lang mest í leikinn og er klárlega bestur.
Mothership Zeta fannst mér alltof kjánalegur, það er óþarfi að koma með geimverur í jafn söguríkan heim og Fallout.
Point Lookout fannst mér klikka svolítið á því hversu stórt svæði var notað undir nákvæmlega ekki neitt (reyndar á það mikið við um upprunalega leikinn líka) og þessi swamp creeps voru ekki að heilla mig.
Operation Anchorage fannst mér svakalega góður. Þetta neðanjarðarhýsi var einmitt eitthvað sem að ég hafði ímyndað mér að Outcasts væru með.
Einu vonbrigðin þar voru að ég hefði viljað sjá meira af stórum bardögum frekar en þessum 4 manna hópi sem að maður stjórnaði bara.