Ertu að tala um að færa liðið þitt úr single player í multi-player og ert í baldursgate 2? Ef þú ert að tala um það þá getur þú bara fært þær persónur sem þú bjóst til frá grunni það er bara aðalpersónan. Þú getur til dæmis ekki fært Minsc úr single player liðinu þínu yfir í multiplayerlið. Þú yrðir bara að ná í hann aftur en hann væri jafnlélegur og þegar þú náðir honum í lið með þér í byrjuninni á singleplayer.
En ef þú vilt bara færa þessa einu persónu sem þú bjóst til í byrjun yfir í multiplayer þá ferðu bara inn multiplayer velur new game, og velur serial(ef þú ætlar bara að spila á þinni tölvu), semur eitthvað nafn og password, velur new game, og þegar þú creatar aðalpersónuna upp á nýtt þá gerir þú bara import, velur from saved game, velur nýjasta savið þitt, velur next, velur persónuna og velur done. ATH þú byrjar ekki með neitt, það er ef persónan þín er með 10 hluti í savinu sem þú importar hana úr þá er hún samt ekki með neinn af þeim hlutum í multiplayer.
Ef þú varst að meina eitthvað annað þá þyrftir þú að lýsa betur um hvað þú ert að spyrja.<br><br>Such is life, full of surprises - Hammet