Langar bara að taka fram, að mér þykja drekar vera óeðlilega öflugir í BG2.
Hópurinn minn brytjar niður djöfla af öllum stærðum og gerðum eins og drekka vatn. En svo kemur maður að einum einasta dreka, og ég þarf að reloada svona þrisvar-fjórum sinnum - og jafnvel að lækka difficulty level! - áður en ég loksins slepp lifandi úr þeim hildarleik. Þá eru andlitsmyndir hópsins ýmist skærrauðar eða gráar. Og þetta er jafnvel eftir að hafa böðlast í gegnum WK, með meira og minna góða-góða liðinu mínu (ég og Keldorn báðir pallar, Anomen sem er næstum-palli, Minsc og Imoen sem eru góð en ekki lawful, og Jaheira, sem er eiginlega góð þótt hún kallist Neutral) og allir eru einstaklega vel vopnum búnir, og eins vel brynjaðir og leyfilegt er. Og við strögglumst við einn skitinn dreka (ó ég man hvað bévítans Firkraag stóð í mér)!
En ein spurning um liðið þitt, Eomar:
Afhverju ertu með þessa vondu gaura með þér í liði, þá Korgan og Edwin? Þetta eru rakin illmenni sem eiga engan veginn heima í hóp sem er leiddur af palla. Þú átt að heita “force of righteousness”, ekki “butcher from Hell”. Svo mæli ég með að þú leitir að honum Keldorn, ef þú ert ekki búinn að finna hann … að mínu viti er hann einfaldlega langsamlega bestur af öllum sem þú gætir fengið. “Dispel magic” á tvöföldu raunleveli (allir Inquisitors njóta þess) gerir það að verkum að öngvir seiðskrattar meiði ykkur mikið, og “True Sight” er líka ljúft - þá geta nornirnar þínar notað minnið sitt í eitthvað kröftugra, eitthvað sem gerir betur útaf við fjendurna. Eða það finnst mér a.m.k.<br><br>Þorsteinn.