Ég er að fara að spila BG2 og langar að vera dual class Kensai mage. Ég las einhvern tímann hér á korknum að maður ætti að spila sem Kensai þar til maður er orðinn öflugur þar og svo að skipta í dual. Hvenær mælið þið sérfræðingarnir með því að maður skipti og er ekki erfitt að verða skyndilega mage á 1 level þegar maður er kominn langt í leiknum?
Skil ég það rétt að ef ég skipti til dæmis í dual þegar ég er 20 level Kensai að ég geti ekki notað Kensai hæfileika mína þar til ég er 20 level mage?
Hvaða stats og abilities á maður að einblína á ef maður ætlar að vera Kensai-mage?