Microsoft (<i>útgefandi Dungeon Sige</i>) hefur nýlega opnað nýjan <a href="http://www.microsoft.com/Games/dungeonsige/default.asp“ target=”blank“>vef</a> tileinkaðan leiknum. Þar má finna ný skjáskot (<i>e. screenshots</i>) amk. sex hreyfimyndir úr leiknum ásamt upplýsingum og öðru sem tengist leiknum.

Leikurinn er svipaður <a href=”http://www.neverwinternights.com/“ target=”blank“>Neverwinter Nights</a>, þrívíður hlutverka leikur sem spila má bæði sem einstaklingur (<i>e. singleplayer</i>) eða með allt að átta öðrum spilurum á staðarneti (<i>e. LAN</i>). Þá fylgir einnig með svo kallaður Siege Editor þar sem hægt er að setja saman sín eigin ævintýri. Microsoft, GPG (<i>framleiðandi Dungeon Sige</i>) og Discreet (<i>framleiðandi 3D Studio Max</i>) hafa samið um að tól sem kallast <b>gmax</b> megi nota til að búa til þrívíð líkön og hreyfimyndir sem flytja má beint inn í Siege Editor.

Persónulega finnst mér Dungeon Siege líta betur út, grafíkslega, en þá hef ég ekki séð neitt nýlegt af Neverwinter Nights. Hreyfingarnar inn og út úr húsum eða dýflisum eru bara nokkuð flottar. En samt er ég einhvern vegin spenntari fyrir Neverwinter Nights, það geta fleirri spilað hann í einu, hægt að hafa fleirri enn einn DM sem hafa áhrif á leikinn á spilatíma og svo virðist D&D kerfið vera mun fjölbreyttara heldur en það sem notað er í Dungeon Siege. Til dæmis er bara hægt að velja milli þess að vera karlkyns eða kvenkyns og bara hægt að vera mennskur.<br><br>Ziaf, er hin versti <a href=”http://www.hugi.is/deiglan/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=437609&iBoardID=144">hálfviti</a