Ég var fyrir stuttu að klára BG1 og tales of the sword coast í fyrsta skifti(var búinn með BGII og Throne of Bhaal áður) og hafði bara nokkuð gaman af. Fyrir utan það að mér þykir BGII mikið skemmtilegri leikur á marga vegu, t.d. tala characterarnir meira við mann í BGII, þeir gera það eiginlega aldrei í BG1.
En hinns vegar þá var það á einum stað í BG1 sem ég átti að finna einhverja krá í Baldur's Gate(borginni) og mér var gjörsamlega ómögulegt að finna hana. Þannig að eftir langa leit þá fór ég á netið og náði mér í walkthrough til þess að gá hvort að það væri aðeins meiri upplýsingar í honum um hvar þessi krá væri…en nei ekkert um það í walkthrough-inum.
Ókei ég fann þetta á egin spýtur.
Síðan seinna þegar ég kláraði leikinn þá langaði mig að sjá hvernig gaurinn fór að því að drepa Sarevok og hvort það hefði komið eitthvað öðruvísi út hjá honum. Þá rakst ég á eitt sem stakk mig í augun…áður en maður barðist við Sarevok þá barðist maður við beinagrindur sem kallaðar voru Battle Horror…þær voru basicly deadly í melee og range og það var trap fyrir framan þær…þær voru einnig með 100% í magic resistance(Held ég). En ókei gaurinn lýsir þessu sem erfiðasta bardaganum í leiknum sem hann að mörgu leyti var og játar það að hafa SVINDLAÐ SÉR Í GEGN! Hann notaði reyndar “cool” svindl, hann lét Drizzt Do'Urden byrtast og slátra beinagrindunum!
En ég skil ekki hvernig svona menn dirfast að senda frá sér walkthrough þegar þeir vita að þeir gátu ekki hjálparlaust drepið alla í leiknum!
Eða hvað finnst ykkur? Nenntuð þið kannski ekki að lesa svona langt?
<br><br>known as Demon[] not demonz