Það er ekkert íslenskt í gangi svo ég viti um, en ég er ennþá að spila hann á netinu á
góðum útlendum RP serverum. Ég er hinsvegar í hléi akkúrat núna vegna þess að engir serverar eru uppi sem hæfa mínum þörfum. Fyrsti alvöru RP serverinn sem ég spilaði á var Daggerdale sem leitaðist við að gera leikinn eins svipaðan pen and paper DnD eins og hægt er sem hæfir tölvuleik.
Núna er ég að bíða eftir að server að nafni
Aglarond - Kingdom of the Simbul komi upp. Það eru veðraðir RPerar sem ég hef spilað með í nokkur ár sem eru að vinna að honum(þar sem ég hef það hlutverk að búa til ógrinni af PnP gems). Þeir hafa unnið að honum frá byrjun 2007 ef ég man rétt. Við erum núna að bíða eftir 1.69 patchinu áður en serverinn fer í loftið þar sem FULLT af nýjungum er bætt við. Serverinn mun að miklum hluta til feta í fótspor Daggerdale.
Við erum ekki mörg sem erum að bíða eftir honum sérstaklega, kannski í mesta lagi 12 eða 15. Ef einhver hefur áhuga þá er bara hægt að leita í guilds á nwn bioware síðunni eftir ofangreindu server nafni:
http://nwn.bioware.com/. Við erum allavega tveir íslendingar að bíða eftir honum(ég Telkar og Mindrape/Earnie) ef það segir eitthvað.
Bætt við 31. maí 2008 - 17:41 Já, fullt nafn af guildinu er semsagt: FR Aglarond - Kingdom of The Simbul