Já, þetta hefur verið ágætt RPG ár í ár. Baldur's Gate sögunni var lokað og Icewind Dale fékk hvorki meira né minna en tvo aukapakka til þess að gamna sér með. Hinn ágæti leikur Arcanum: Of Steamworks and Magick obscura kom út í ágúst og svo kom hinn umdeildi leikur Pool of Radiance: Ruins of Myth Drannor í september (úti, þ.e.). Wizardry 8 er líka búinn að hafa það gott.
Anarchy Online og Dark Age of Camelot (drullið ykkur á Pellinor -> Albion, <b>núna!</b>:) voru án efa stærstu MMORPG leikir ársins.

En næsta ár verður án efa stærra, en þá fáum við leiki eins og Neverwinter Nights, Dungeon Siege og Elder Scrolls III: Morrowind. Auk þess kemur fyrsti ALVÖRU íslenski leikurinn út, MMORPGinn EVE: The Second Genesis, og á maður eftir að eiga glaðan dag við spilun hans.

Það eru góðir tímar í vændum, og langar mig að bjóða öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.<br><br><hr><i>IQ tala er til þess að láta fólk halda að það sé gáfaðra en það raunverulega er.</i>
- Vilhelm