Í fyrsta lagi langar mig að benda þér á að þú postaðir þessu á Neverwinter Nights korkinn, Baldur's Gate korkurinn er rétt þessi fyrir neðan þennan ;-)
En annars, varðandi hluti í BG2, þá ætla ég að gera ráð fyrir að þú sért ekki að spyrja um ToB.
Þeir hlutir sem mér fannst áhugaverðir í BG2 voru:
(ath, sumt af þessu gætu verið frekar miklir spoilerar)
Staff of the Magi : Það er hurð í Bridge Discrict sem ef þú opnar hana er ekkert bakvið hana. Ef þú ert með Rouge Stone þá teleportastu eitthvað annað. Heavy bardagi, einn mageinn er með stafinn.
Carsomyr +5:
2-Hnd sword Holy Avenger, dreptu rauða drekann. Firkraag minnir mig að hann heiti.
Sun Sword:
Mannstu eftir þessu litla svæði City Gates sem maður fór bara einu sinni á, til að komast út úr borginni. Ef þú ferð á kránna þar fynnurðu leynihurð bakvið málverk, það er Lich þar og Sun Sword.
Staff of Power:
Færð hann út úr Mage Stronghold questinu, allir lærlingarnir þínir verða að vera lifandi en þeir munu deyja við að gera hann. Síðasti hluturinn sem þú færð út úr mage stronghold.
Robe of Vecna:
Þarft að hafa aukapakkann með aukasölumönnunum. Getur þá keypt hann af öðrum í Adventurer's Mart.
Silver Pantaloons:
Grefur upp gaur í kirkjugarðinum, hann biður þig um að finna gaurinn sem gróf hann. Finnur hann í Bridge district rétt hjá hurðinni þar sem staff of the magi er. Ekki frelsa konuna, fáðu frekar ransom, þá færðu silver pantaloons. Muna að taka Golden pantaloons með úr BG1.
Ring of Gaxx:
Færð hann úr erfiða gaurnum sem þú varst að spyrja um, minnir að hann heiti Kangaxx. Færð þér Mace of Disruption +2, lætur einn fighter hafa það, notar protection from magic scroll á hann og lætur hann síðan fara einan á móti demi-lichinum. Drepur hann með einu höggi.
Mace of Disruption +1:
Færð það í vampírubúðunum. Leitaðu í blóðbaðinu. Getur breytt því í +2 með því að láta Cromwell hafa það og ?Ithium? ore.
Man ekki eftir fleiri über hlutum í augnablikinu. Njóttu vel