Það er til nóg af leikjum sem leyfa ykkur að spila “classes” sem hafa sína kosti og galla. En í stað þess að horfa til framtíðar, prófið að horfa til fortíðar. Af öllum þeim “RPG”-leikjum sem eru núna í framleiðslu er aðeins einn sem lítur út fyrir að vera almennilegur CRPG-leikur, og það er Eschelon: Book One. Ekki einu sinni Fallout 3, sem gengur í gildruna af láta grafík skipta meira máli en allt annað, virðist ætla að breyta neinu þar.
Ég er til dæmis að fíla mig í botn við að spila gömlu Eye Of The Beholder-leikina aftur, og það er ekki besta dæmið um almennilegan CRPG-leiki.
Það sem mér finnst helst vanta í CRPG-leiki í dag eru tengsl á milli þeirra. Baldur's Gate 2 er síðasti leikurinn sem ég man eftir sem leyfði þér að halda áfram með character úr fyrri leik í seríunni. Þeir sem spiluðu gömlu “Gold Box”-leikina frá SSI vita alveg hvað ég er að tala um.
Raddleikarar geta betrumbætt fílinginn í hlutverkaleik, en þeir eru aldrei nauðsyn. Ekki einu sinni þegar um fræga og hæfileikaríka leikara er að ræða.
Ef ég ætti að benda á eitt svar við spurningunni “Af hverju finnast ekki lengur hlutverkaleikir með Classes”, þá er svarið leti. Leti hjá forriturunum að búa til allar sérþarfirnar sem svoleiðis kerfi þarf á að halda. Tökum Baldur's Gate 2 sem dæmi. Hver af aðalclössunum 8 hafði sérstök verkefni sem var ekki hægt að nálgast með hinum 7 clössunum. Bráðskemmtilegt í spilun, en getið þið ímyndað ykkur að forrita svoleiðis? Fullt af leikjahönnuðum geta það nefnilega ekki, sérstaklega þegar þeir eru búnir að eyða 3 árum og meginþorra rekstrarfés síns í að hanna hálfúrelta grafíkvél.