Vil ekki valda þér vonbrigðum, en þetta myndi ég seint kalla góða tölvu. Ef þú myndir kaupa þessa hluti og setja saman tölvuna sjálfur myndi það ekki kosta þig mikið yfir 30-40 þúsund krónur.
Hún mun svo sannarlega ekki keyra Oblivion neitt sérstaklega vel, hann er þungur og keyrir á frekar lágum fps jafnvel á ofur örgjörvum og skjákortum.
Örgjörvinn: Einn af þeim allra ódýrustu (og þar af leiðandi lélegustu) sem AMD framleiðir í dag. Fyrir utan það eru Intel örgjörvarnir (Core 2) að standa sig mun betur en það sem AMD hefur upp á að bjóða, eins leiðinlegt og mér þykir að viðurkenna það.
Vinnsluminni: DDR1 minni er ekki nógu gott, DDR2 (667-800mhz) er standardinn í dag. Ekki láta blekkjast af gb stærðinni, gagnast þér lítið ef minnið er hægt.
Skjákort: 6000 línan er ekki einu sinni í framleiðslu ennþá hjá nVidia eftir því sem ég kemst næst og dugir skammt í leikjum framleiddum síðustu 2 árin, nema e.t.v. með allar stillingar í low. Svo segir stærð texture minnis lítið um afl skjákorts.
Restin af dótinu er standard dót eða jafnvel óþarfi (t.d. hljóðkortið).