Það skiptir ÖLLU máli. Fallout 1 & 2 hafa verið mínir uppáhalds leikir frá því ég spilaði þá fyrst í gegn. Ég hef lengi beðið eftir framhaldinu og varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ég heyrði af því að Black Isle var lagt niður og að Fallout 3 færi þar með í vaskinn.
Með Fallout 3 eru Bethesda að brjóta niður allt sem Fallout stendur fyrir, að því er virðist, í því skyni að græða milljónir á því að gera leik sem er gory og hefur vinsælt merki framan á sér, leik sem er lítið annað en Oblivion með byssur.
Það sem heillaði mig við Fallout er fyrst og fremst hinn myrki húmor sem hann inniheldur, öll easter eggin, persónurnar sem maður hittir, samtölin og hið frábæra 50s sci-fi comic andrúmsloft. Ef Bethesda gera Fallout 3 að Oblivion með guns erum við að tala um algjöra slátrun. Oblivion hafði ótrúlega litlausar persónur, dýpstu samtölin voru um fucking mudcrabs, samtölin voru sundurslitin þar sem að það notaði topic system í staðinn fyrir fullar setningar (og ekkert branch system), persuasion systemið var út í hött (oh, já, mini-game, jei) lockpicking mini-gameinn var líka ömurlegur, weapon types voru of fá (axe = blunt weapon? wth??) o.s.frv.
Fallout 3 heillar mig ekki sem Fallout leik. Það vantar fullt af mikilvægum hlutum í hann og mörgum hlutum hefur verið breytt á herfilegan hátt (baggy vault suit þegar 50s sci-fi búningar voru meira þröngir búningar sem lagast að líkamanum, super mutantinn sem sást í demoinu leit út eins og orc, the Fatman vopnið hljómar eins og eitthvað frá Fallout: Brotherhood of Steel á PS2/Xbox sem btw fékk alveg hryllielga útreið frá Fallout aðdáendum). Ef Oblivion myndu fjarlægja allt sem tengdi þennan leik við Fallout myndi ég geta spilað hann án þess að þurfa að hugsa til þess að mín allra uppáhalds sería sé orðin að einhverju sem hún er ekki.
Ég mun líklega spila leikinn, en m.v. það sem ég hef heyrt af honum hef ég engan áhuga á að líta á hann sem Fallout leik. Eins og er þá er þetta bara enn einn PA leikur fyrir mér.
Bætt við 18. júní 2007 - 17:46
“Ef Oblivion myndu fjarlægja allt sem tengdi þennan leik við Fallout”
á vitaskuld að vera
“Ef Bethesda myndu fjarlægja allt sem tengdi þennan leik við Fallout”