það glitti á tárin í augum Wolf þegar hún leit á Lukas fallin. Það var ekkert nýtt að sjá fólk deyja í auðninni. Hún hafði elskað hann af öllu því litla hjarta sem var eftir í henni. Þau náðu í Rafal og Troy eftir um það bil kílmómetra. þeir voru dauðþreyttir. Það er ekkert grín að hlaupa undann skothríð frá orkuvopnum.
“Er allt í lagi með ykkur”, spurði troy þegar þeir klifruðu upp í hummerinn.
“já”, svaraði Troy andstuttur. Við verðum að drífa okkur aftur í bæinn, fela birgðirnar og losa okkur við hummerinn.
HA!? sagði wolf með tárin í augunum. “Lukas dó við að ná þessum Hummer. Við höldum honum!”
Troy leit á hana og sá sársaukann sem skein úr augum hennar. “nei, Wolf. Þeir koma að leita að okkur. Við verðum heppin ef þeir þekkja ekki Lukas frá bænum. Ef þeir komast að því að þetta erum við verður okkur slátrað ásamt fjölskyldum okkar og öllum bænum mögulega. Við þetta þagnaði
Wolf og stitch steig fastar á bensíngjöfina.
”Sástu hver þetta voru?“
”jamm þetta voru rottur frá nærliggjandi bænum. Þessi aumingi er einn af hundaveiðurum þar“, sagði annar vörðurinn og sparkaði í rjúkandi líkið af Lukasi.
”Fjandinn sjálfur kallaðu upp lautinatinn. við verðum að fara á eftir þeim", svaraði hinn.