Ég biðst afsökunnar á þessu en margt hefur verið að gera þetta erfiðara en búist var við.
Í fyrstu var það snögg breiting á aðstæðum, þar sem ég flutti frá akureyri til reykjavíkur og hóf nám mitt við Iðnskólann í Reykjavík.
Eftir það byrjaði mikil leit að húsnæði, sem reyndist erfitt verk. Svo að lokum fannst góður staður í Breiðholtinu en þá fór í verra.
Ég veiktist og er síðan búinn að liggja veikur að mestu leiti síðustu tvær og hálfa viku. Nú hélt ég væri loksins að ná mér en ég er nú kominn með sýkingu í lungun. Með þessu fer allt fé mitt í lyf svo hef ég ekki verið að reyna að fá nettengingu enda myndi ég varla hafa efni á því eins og komið er.
En þá kom annað babb í bátinn. Rétt eftir að ég flutti formattaði ég vélina. Þannig að þegar komið er þá stend ég aðeins með NWN2 uppsettan en ópatchaðan í tölvunni.
Nú hef ég verið að vinna mikið af svæðum (enda verið rúmfastur að mestu leiti).
En svo er eitthvað nú í gangi. Fyrst gerði ég mörg modules sem hver innihélt eina tiltekna borg. Síðan ákvað ég að þar sem það virtist mikið þægilegra að hafa allar borgirnar saman í module þá byrjaði ég að exporta og importa svæðin á milli.
En svo kemur babb í bátinn.
Ég fæ smá net í gegnum wireless connection sem er mjög óstöðugt en leyfði mér því að sækja smá uppfærslur fyrir toolsettið.
Þá kemst ég að því að það væri bögg í release versoninu sem gerir það að verkum að öll svæðin gerð í því (v.0.95) eru nær gagnlaus fyrir nýrri útgáfur.
Eins og er þá virðist enn og aftur eru öll svæðin sem gerð eru nær ónothæf.
Þetta er mikill missir fyrir mig en vona að heilsan fari að skána hjá mér sem þýðir að ég geti mætt almeginlega í vinnu aftur og þannig átt efni á að fá mér almegilega tengingu.
Ef mér tekst að redda mér tengingu þá fer ég að lýta bjartara á að hlutirnir fara að komast á eitthvað skrið en þar sem ég er búinn að vera svona mikið í toolsettinu tel ég mig vera farinn að geta búið til svæðin tiltörulega hratt.
Enn og aftur biðst í innilega afsökunnar hvernig staðan er á þessu og ég veit að eftirvænting marga beinist að World of Astreenar.
Eina sem ég get beðist að þið veitið skylning á aðstæðum og sýnið biðlund.
Með vonum um nærkomandi uppsetningu á server og spilun!
Sindri V. G.
Bætt við 15. febrúar 2007 - 15:25
Gleimdist að taka fram að exportið og importið á milli reyndist vera “flaved” í release versoninu líka svo svæðin urðu enn óstöðugari
S.V.G. {TYX DEAC}