Ég spilaði NWN 1 mikið og þá aðallega single player og svo einhverja 2 servera sem ég fann mér sem mér fannst mjög skemmtilegir. En ég lenti líka í heilum helling af serverum sem voru algert sorp, að mér fannst allavega.

Hefur einhver fundið einhvern góðan, skemmtilegan server fyrir NWN2? væri gaman að spila með íslendingum og á einhverjum góðum server, það er svo tímafrekt að prufa þetta allt, ná í modin á netinu og búa til kall og eyða einhverjum tímum í að prufa modið almennilega.