Rifrildi árásamannana hélt áfram, en ávalt fylgdust þeir með Elendil
“Afhverju í frjáranum þarf ég alltaf að lenda í svona rugli?” Muldraði Elendil lágt. Að fara ein á móti þrem færum mönnum væri sjálfsmorð, og því miður hafði hann aldrei verið neitt sérstaklega orðheppinn.
Augu hans þutu um allt þar sem hann reyndi að fynna einhverja leið út úr þessu klúðri, en það eina sem kom af því var vonleysi, allt benti til þess að hann myndi glata lífinnu í kvöld. Hendur hans féllu niður með síðunum í uppgjöf, “Í kvöld mun ég deyja” hvíslaði hann en í staðinn fyrir vonleysis svip færðist dauft bros á varir hans, “Loksinns”
Árásarmenn hans virtust loksinns hættir að rífast
“Jæja, ætli við verðum ekki bara að taka hann með okkur og prófa hann seinna..” Muldraði blendingurinn á meðan hann losaði þunga leður pyngju frá belti sínu og reisti hana yfir höfuð sér.
Elendil fann fyrir sárum sting aftan í hnakka sér þar sem höggið féll á hann, sjóninn varð óskýr, hugur hans varð dofinn og hann féll til jarðar.
Honum fannst hann liggja þar að eilífu, þangað til að hann fann sterkar hendur grípa í fötinn hans og lifta honum upp, og svo, varð allt svart.
———————–
Hann stóð inni í fábrotnu herbergi, hlaðnir veggir, lítill sem enginn birta.. Þetta var ekkert herbergi þetta var örlítill klefi, eða allavegana virtist svo vera en þegar hann reyndi að labba að hurðinni virtist klefinn lengjast, en samt var hann enþá í sömu stærð. Það skifti engu máli hversu lengi hann labbaði hurðinn færðist aldrei nær.
“Hvað í andskotanum?” Sagði hann, röddinn hljómaði eins og rödd mans sem hefur unnið í kolarnámu allt sitt líf, rám og ónotaleg. Hann fann fyrir einhverri ónotatilfinningu í hálsinnum, hvað var þetta? sársauki.. já, þetta var sársauki.. tilfinninginn var ekki sú sama og venjulega en hann var samt sem áður viss um að þetta væri sársauki, því hann var með sömu tilfinningu í hnakkanum þar sem hann hafi verið laminn.
Allt í einu stoppaði hann. Eitthvað volgt og blautt rann niður andlit hans og háls. hann stakk út tungunni og sleikti yfir tauminn sem lág yfir munn hans. Bragðið var sætt, nokkurnveginn eins og súpa, ekki vottur af málmbragði af því, samt sem áður vissi hann að þetta var blóð.
Hann lét hendi sína renna yfir höfuð sér aftur á hnakka, þar sem hann fann, ekkert. Það vantaði bókstaflega hluta af höfðinnu á honum, stórt gat inn í. Hvernig gat þetta verið? þetta passaði bara ekki. Hann byrjaði að flissa, það hljómaði líkara því að það væri verið að skella saman tveimur járnplötum en honum fannst þetta bara eðlilegt. Hann var dauður, það hlaut að vera skíringinn. Loksinns, loksinns var hann laus við kvalir lífsinns, loksins myndi hann fá frið.
Augu Elendils opniuðust, honum fannst eins og þau hefðu verið lokuð í marga daga. Það tók hann smá stund að átta sig á því af hverju hann var allt í einu liggjandi á hálm bedda í staðinn fyrir að vera í litla undraklefanum. “Hah.. Þetta var fjandans draumur..” muldraði hann.
Jæja, ertu Sáttur?