The Elder Scrolls The Elder Scrolls: Arena, hvað er nú hægt að segja um þennan fyrsta leik í Elder Scrolls seríunni? Þennen brautryðjanda í lítið notaðum geira á þeim tíma?
Gefinn út árið 1994, þegar Doom æðið var á fullu og Bethesda Software hét ennþá Bethesda Softworks, TES:A átti að vera einn af þessum lítt þekktu arena hack ‘em ups þar sem leikmaðurinn var að bejast við fjölda af óvinum í hringleikahúsi, en þar sem framleiðendurnir, sem ekki voru margir, vora aðeis of metnaðarfullir, varð þetta byrjunin á einni vinsælustu tölvuhlutverkjaseríum í heimi.
Hann byrjar eins og allir Elder Scrolls leikirnir, niðri í dýflissu, þar sem maður þarf að sleppa, í gegnum holræsakerfi, drepandi goblins og rottur. Aðaltakmark leiksins er að hrinda af stalli illum galdrakalli sem er búinn að taka sæti keisara Tamriel, og í gegnum leikinn er manni leiðbeint af vofu fyrrum lærisvein illa galdramannsins, sem hann lét drepa fyrir að reyna að segja Öldunga Ráðinu frá áformum hans.
Vinsældir þessa leiks voru svo miklar að BethSoft bjuggu til annan leik í seríunni, svonefndan ’The Elder Scrolls II:Daggerfall, tveimur árum seinna. Síðan árið 2002 , þriðja leikinn, ‘The Elder Scrolls III: Morrowind, og að lokum, hinn víðfræga, ’The Elder Scrolls IV:Oblivion, sem við öll þekkjum og líkum misvel við.
Ef einhver hefur áhuga á að spila þennan áhugaverða leik er hægt að niðurhala honum af heimasíðu Elder Scrolls: www.theelderscrolls.com. Ég vill benda á að maður þarf DosBox emulatorinn og grunn Dos kunnáttu til aðinstalla og spila þennan leik(en það fylgja leiðbeiningar með, þannig að þeir sem hafa ekki heyrt um Dos geta verið rólegir).