Jæja, best að hafa þetta formlegt.


Ég hef spilað tölvuhlutverkaleiki (ásamt herkænskuleikjum) frá því að ég komst fyrst í tölvu, eða frá um sex ára aldri.

Og núna ætla ég að fara að dæmi crestfallen og gera lista yfir þá tölvuhlutverkaleiki sem ég hef spilað í gegnum árin.


Fallout
Fallout 2
Neverwinter Nights
Star Wars: KOTOR
Star Wars: KOTOR 2
Chrono Trigger
Vampire The Masquerade: Bloodlines
Elder Scrolls III: Morrowind
Elder Scrolls IV: OBLIVION
Might and Magic IV
Might and Magic VI
FABLE: The Lost Chapters
svo er ég örugglega að gleyma einhverjum…

Einnig hef ég spilað og klárað reiðinnar býsn af gamaldags party-rpg leikjum á borð við gömlu ULTIMA og glás af hálfshareware-uðum machintosh RPG leikjum (Átti machintosh tölvu mjög lengi.)

Ég hef svo ekki spilað Baldur's Gate leikina (komst í 2 og varð alsæll þangað til að ódámurinn sem átti hann hirti hann aftur.) eða Planescape Torment, en ég stefni á að kippa því í liðinn á nánustu framtíð, MMO leiki sem ég hef spilað lét ég svo ekki á listann.



(Æjæ, þetta er nú ekki jafn langur listi og ég hélt, ég hefði kannski átt að eyða minni tíma í Diablo =/.)



Einnig finnst mér að velja mætti alveg nokkra stjórnendur (Ég legg til Seljeseth, TheAshlander, Orrmundur, Crestfallen og jafnvel hann Fuckface okkar, svo væri líka gaman ef BinniS myndi snúa aftur ) til þess að halda áhugamálinu alltaf fersku, sérstaklega þar sem að það er reiðinnar býsn af alvegörruglega-frábærum RPG leikjum á leiðinni, þá sérstaklega frá Bioware og svo auðvitað Fallout 3 frá Bethesda, en það eru nú samt amk. 2 ár í hann (Ekki múkk um hann á E3 =/.)


En já…


X-H

Því að H er bara svo kúl stafur…
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi