“Þú ættir að slaka á, ég heiti Mjöðmundur og þú ert í kofanum mínum.” sagði Mjöðmundur.
“Hvað gerðist… AHHH SKRÍMSLIÐ ÞAÐ KEMUR AFTUR” öskraði hún.
Mjöðmundur greip um axlir hennar og sagði rólega: “Svona, svona þú ert örugg hér, slakaðu á og drekktu þetta”
Hann rétti henni volgan seyð í trébolla. Hún saup af seyðinum sem gaf frá sér af og til lítil hvissandi hljóð. Hún teygði sig í sárið, en Mjöðmundur stoppaði hana.
“Það er best að láta það vera, þig klæjar kannski svolítið í það en það best að snerta það ekki.” Sagði Mjöðmundur. “Þú ert þreytt og ættir að sofa ég tala við þig á eftir þegar þú hefur jafnað þig betur”
Hann breiddi yfir hana teppi og setti smá smyrsl á sárið á hálsinum. Hún sofnaði eftir smá stund.
“Hmm, hvað var þetta sem beitt hana?” sagði Mjöðmundur í hálfum hljóðum. “Það gæti þó ekki hafa verið… nei það er ómögulegt… ég þarf að glugga í bókunum mínum til að vita þetta betur.”
Hann gekk að bókaskáp í horninu á kofanum. Hann gramsaði eitthvað í skápnum og dró fram stórra og þykka bók, allsetta ýmsum fornrúnum og öðrum undarlegum táknum.
“Ég veit að þetta gat ekki verið vampíra, blóðið var ekki sogið í gegnum sárið.” Sagði hann með sjálfum sér. “Það var meira eins og lífsorkan hefði verið sogin. Látum okkur nú sjá, það ætti að undir F” Hann fletti blaðsíðunum og loks var hann búinn að fletta að blaðsíðu með stóru F’i. Hann fletti blaðsíðum sem höfðu myndir að ýmsum undarlegum dýrum, loks kom hann að blaðsíðum með stórri mynd af dökkri hettuklæddri veru. Yfir myndinni stóð með dökkum stöfum orðið Farandil andi myrkurs.
“Þetta er nú meira draslið sem er hér, stendur ekkert um þetta kvikindi, hvað eru þeir að gefa í skyn með Andi myrkurs boðberi Raddarinnar.” Hann fletti á næstu blaðsíðu. “Ó nei” hann hljóp að hillu sem hafði fullt af krukkum fullum af allskonar vökum og laufum. Hann tók upp eina sem var tóm. “Fjandinn allt búið, ég þarf að vekja hana hún má ekki sofna” hann hljóp að henni og reyndi að vekja hana en hún vaknaði ekki. Hann tók upp staf sinn og gekk að dyrunum. Hann læsti á eftir sér með galdra þulu.
“Það er bara einn staður sem þeir halda sig á, og það er í Djúpugjótu.” Hann fór hratt yfir jafnvel þó það væri mjög erfitt að klifra í gengum lágróðurinn á milli trjánna. Hann sá fyrir framan sig stóran klett og vissi að undir honum væri Djúpgjóta. Hann gekk nær klettinum þangað til hann sá gilið undir klettinum. Allt í einu stökk myrk vera fyrir hann og himinn myrkvaðist, “Vík burt illi Helandi” sagði hann og hélt stafnum sínum á lofti. Veran kom nær og dró undan faldi sínu langt sverð. Mjöðmundur hörfaði og kastaði nokkrum eldboltum sem lýstu upp myrkrið er þeir þutu að verunni en höfðu enginn áhrif á Helandann. Mjöðmundur hrasaði aftur fyrir sig. Myrkvið var dimmara og dimmara, veran reiddi sverðið til höggs. Mjöðmundur miðaði stafnum sínum að Helandanum og öskraði: “Es fílen nox incartum.”
Ég vil bara segja að öllum er velkomið að taka þátt í spunanum.