Það var orðið dimmt og tunglljósið braust af og til í gengum greinar trjánna. Mjöðmundur var að tína upp sprek fyrir eldivið í skógarjaðrinum.

“Þetta ætti að vera nóg fyrir lítið bál” sagði Mjöðmundur. “Úff, mig er farið að verkja í bakið eftir alla þessa vinnu, í hvaða átt skildi norður nú vera.”

Hann skimaði í átt að stóru tré sem þakkið var mosa. “Ahh, já það var framhjá “Furu” gömlu” sagði hann og hélt af stað í gegnum skóginn. Hann var lágvaxinn en þarna í tunglljósinu sýndist hann en lágvaxnari, maður hefði geta svarið að það væri dvergur sem væri þarna. Mjöðmundur var sjálfur eitthvað skyldur dvergum þó hann var frekar áberandi mannlegur í útliti. Hann var í stórri brúnni skikkju, með ýmis belti um sig sem innihéldu margar fágætar plöntur sem hann tíndi í galdradrykki sína.

“Heima er best.” Sagði Mjöðmundur er hann nálgaðist lítinn kofa. Kofinn var skorinn út úr stóru gömlu tré, séð fá hlið var ekkert sem gaf fram að það ætti einhver heima í trénu.

Skrækt óp heyrðist í fjarska, röddin skarst í gegnum næturhúmið. “Hvað í andskotanum var þetta” sagði Mjöðmundur “þetta hljómaði eins og einhver hefði æpt.”

Hann opnaði dyrnar að kofa sínum og hélt inn. “Hvar er nú stafurinn minn, maður finnur þetta aldrei þegar á þarf að halda.”


Smá spuni til að koma hreyfingu á Föla Dverginn.