Það er hægt að sérhanna eiginn persónu. (Það eru engir álfar eða eitthvað, eins og Morrowind bara menn)
Maður getur lengt nefið, gert augun öðruvísi og heill hellingur að öðrum valmöguleikum. Svo það eru til mjög margar fjölbreyttar persónur.
Síðan virkar þetta líkt og Morrowind, maður settur svona “skill point” í hluti eins og “weapon master” og annað. Síðan eru til Strenght og svona. “Skill pointin” hækka svo þegar maður notar til dæmis polearms (spjót/prik) þá hækkar það meira sem maður notar það.
Stórt plús fyrir leikinn er að maður getur barist á hestum með lensum og öðrum vopnum.
Gallar er að leikurinn er frekar lítill enþá, þar sem ekki er búið að full gera hann. Grafíkin er ekkert til að öskra yfir en er þó allt í lagi.
Það er ekki en búið að koma inn almennilegum söguþræði fyrir í leiknum (Kemur þegar leikurinn er fullgerður) Þó er hægt að velja sér hlið (Styðja annaðhvort liðið sem eru að heygja stríð) og framfylgja verkefnum sem maður fær frá þeim.
Þegar maður nær level 6 þá hættir leikurinn, maður getur þó keypt frumgerðina á netinu (15 $) og þegar leikurinn kemur út getur maður bara “update” fumgerðina í það. (Verðið mun hækka í samræmi við gerð hans og uppbótum, svo að lokum mun hann ná verði sem venjulegir nýjir leikir eru með.) Veit ekki hvort að, ef maður kaupir frumgerðina að maður þurfi að borga meira þegar leikurinn kemur út, en ekkert bendir til þess.
Endilega prófið frumgerðina og bætið inn hvað ykkur fannst.
(Inniheldur prentvillur)