Hann er þess virði, og miklu meira. Lang besti Infinity Engine (IE) leikur að mínu mati. Eini gallinn er að manni finnst grafíkin kannski frekar slöpp, eftir að hafa spilað Icewind Dale og Baldur's Gate II í hærri upplausn.
Þú byrjar leikin á því að vakna upp og fyrsta sem þú sérð er svífandi hauskúpa sem kallar þig ‘boss’. Þú kemst flótlega að því að þú þjáist af minnisleysi og leggur af stað í leit af sjálfum þér.
Leikurinn er svoldið ólíkur öðrum IE leikjum, td. færðu punkta til að setja í ‘attributes’ þegar þú hækkar um level (í fyrsta skipti), þú getur skipt á milli þess að vera fighter, thief, mage með því að tala við fólk. Það eru góðar, hlutlausar, vondar leiðir við að gera _allt_ (meir að segja tala við fólk, vertu vondur við það og þú verður meira ‘evil’). Og, svo skemmir ekki að þú ert ódauðlegur (þarft til dæmis að deyja þrisvar til að leysa eitt quest).