*Warning, drama ahead*

Hlustið á mig, bræður og systur! Í dag er dagurinn! Dagurinn sem allir hafa beðið eftir með örvæntingu og óþreyju! Þeir munu rísa aftur upp! Í dag (og næstkomandi daga) mun sannleikurinn verða dreginn fram í dagsljósið og hinir knáu spunameðlimir munu blóðmjólka hugarheima sína! Nú verður ekkert gefið eftir, engin forföll, verkföll, lærdómur, vinna né leti mun sigra okkur! Við munum strita dag sem dimma nótt uns spuninn verður fullkomnaður!

*The Drama has ended*

Allavegana, aðeins til að hressa upp á minnið hjá meðlimum spunahópsins (formlegir meðlimir eru: BinniS, boggi35, HackSlacka og HerraFullkominn):

——-

K, allir eru í gúddí fíling og komnir að fjallinu, Ýsildúren búinn að ná þeim, drekarnir komnir út og skógarlessan búin að svíkja hópinn, drepa Zolan og flýja. Fram var komið hvernig átti að drepa Etelandana: Rétt áður þeir gera áras gerast þeir holdlegir og hægt er að slátra þeim þá. Durgur er eitthvað að glamra á banjóið sitt. Ýsil og Volt voru víst eitthvað ósáttir og Ýsil breytti sér í heljarinnar djöful. Skýtur eldhnetti að Volta og þá tek ég við…

——-

Voltranos náði ekki að verjast eldhnettinum og þeyttist aftur fyrir sig. Ýsíldúren gekk í áttina Drepfer og tók um háls hans með annarri hendinni. Hinir eftirlifandi Etelandar mynduðu hring í kringum Ýsíldúren, svo vinri Drepfers gátu ekki komið honum til hjálpar. Þegar öll von virtist úti og Drepfer var við það að kafna sá hann í gegnum móðuna á augum sýnum hvar Voltranos stóð aftur upp, allur í brunasárum eftir eldhnött Ýsíldúrens.
“Hvað þarf ég oft að drepa þig?” öskraði Ýsíldúren að Voltranosi.
“Mér hefur verið veitt blessun Irtöru. Þú getur ekki drepið mig með illsku þinni, það veistu vel, Narkoros.”
“Kallaðu mig ekki þessu nafni, þú vesæli galdramaður!”
Voltranos laut höfði svo ekki sást framan í hann.
“Ég er ekki bara venulegur galdramaður kæri Narkoros.”
Hann leit upp; augu hans loguðu af bláum skærum loga, svo skærum að hin eldglóandi augu Ýsildúrens blinduðust um stund og sleppti hann Drepferi.
Allt ljómaði um stund og nú beytti Voltranos hinum guðdómlega mætti sínum, sál sinni, og ekki bara í fáeinar sekúntur heldur var sem sendiboði guðanna hefði stigið fæti niður á jörðina.
Ýsíldúren öskraði af gremju: “Þú heldur varla að þú getir unnið bug á mér? Hvorki engill né vesæll álfur fær mig yfirbugaðan!”
Voltranos dró upp sverð, umlukið í bláum loga. Hann hóf sverðið á loft og réðist í átt á Ýsíldúren. Etelandarnir tóku sig til og stóðu í vegi fyrir Voltranosi sem einfaldlega hljóp í gegnum þá og þeir fuðruðu upp. Ýsíldúren brá risavaxinni öxi, gerð úr beinum og hauskúpum, fyrir sig.
Djöfullinn hóf sig á loft og flaug upp í tugi metra hæð. Voltranos stökk á eftir honum og bardaginn færðist upp í háloftin. Það var líkt og þeir stæðu þarna uppi, þó án nokkurrar undirstöðu. Voltranos greip um háls Ýsíldúrens og stakk sverði sínu djúpt í bringu djöfulsins sem veinaði af sársauka en hjó svo með öxi sinni í síðu Voltranosar. Þeir hringsnerust um hvorn annan í loftinu er þeir veittu hvor öðrum djúp sár. Í kringum þá flugu drekarnir í hringi og spúðu eldi í allar áttir, þó án þess að blanda sér í bardagann.
Þrumur, eldingar og rigning mögnuðu upp skelfinguna sem greip um sig meðal ferðalanganna. Ekki voru allir Etelandarnir dauðir og Durgur hóf banjóið sitt á loft og spilaði af slíkri ástríðu og unaði að ferðalangarnir fylltust eldmóð og Etelandarnir urðu holdlegir af skelfingu, þá einu tilfinningu sem þeir höfðu nokkru sinni fundið. Enda lifðu þeir ekki lengi í viðbót, þar sem Drepfer stakk glóandi sverði sínu í hvern á fætur öðrum.
“Flýtum okkur!” sagði Gilvaldr. “Við getum með engu móti hjálpað Voltranosi þarna uppi, auk þess að drekarnir munu líklega bráðum koma niður og drepa okkur.”
Drepfer, Durgur, Gilvaldr og Arnaldios hröðuðu sér inn um hliðarinngang fjallsins sem var einungis örmjó sprunga á hlið þess.
Þegar þeir komu inn lokaðist sprungan að baki þeirra. Einungis veggur var í stað hennar og það virtist sem það hefði aldrei nokkurn tímann verði sprunga í veggnum, svo sléttur var hann.
“Þá höfum við víst ekki mikið val” sagði Durgur, þungu á brún.
Gilvaldr tók kyndil sem lá á gólfinu og sagði: “Lánaðu mér sverðið þitt Drepfer.” Drepfer rétti honum það og Gilvaldr kveikti í kyndlinum með glóandi galdrasverðinu sem Drepfer hafði fengið hjá dúíðanum Alkoni.
“Jæja, höldum áfram, við megum engan tíma missa” sagði Arnaldios.
Fjórmenningarnir héldu áfram inn í myrkrið, reiðubúnir að mæta Firion…

——-

Jæja, tími til að leyfa einhverjum öðrum að taka við. Plís, ekki vera með einhverjar málaflækingar, leyfum dúddunum að komast mjög fljótlega að Fírion eða finna Dinai. Er með eitt gott inn í plottið ef einhverjum lýst á það og vill spinna út frá því: Drepferi er rænt af einhverjum skrímslum/guttum og hinir finna hann í haldi Dinai. Pottþétt plan ;)