Ég hef verið að velta því fyrir mér að reyna að opna síðu svipaða GameFAQs og GameRevolution og allt þetta, nema á íslensku.
Spurningin er bara sú hvort einhver “markaður” sé fyrir þetta. Persónulega þá held ég að ég myndi nota íslensk “walkthrough”, ef þau væru nógu góð.
Svo er líka spurning, ef þetta færi í gang, hvort ekki væru hugaðir hugarar til í að taka þátt og skrifa walkthrough til að setja inn á síðuna. Því frekar erfitt er að hafa heimasíðu með hjálp í leikjum ef ekkert efni er inn á síðunni.
Og að lokum… er svona heimasíða til???
Endilega svarið hér, eða sendið mér skilaboð ef þið hafið áhuga. Og ef þið mynduð vilja hanna eða setja upp síðuna með mér, þá væri það alveg frábært.