Fallout Tactics var spin-off af Fallout og Fallout 2. Hann var gerður af 14° East, sem var deild innan Interplay, þar sem maður tók sér hlutverk liðsmanns Brotherhood of Steel. Leikurinn fylgir ekki sömu formúlu og Fallout, en kerfið er það sama, og útlitið. Það er bara minna um roleplay, og þessu er skipt eftir “missions”. Leikurinn inniheldur samt sem áður nóg af Fallout-legu efni, allaveganna finnst mér hann ekkert vera neitt slæmur í spilun þannig séð.
Eini Fallout leikurinn sem ég get kallað hrylling er Fallout: Brotherhood of Steel, sem kom út á Playstation 2 og Xbox.
Fallout 3 er í bígerð, en hann verður gerður af Bethseda Softworks, og kemur líkast til ekki út fyrr en í fyrsta lagi árið 2006.