Minn uppáhalds CRPG leikur er Morrowind, en því miður hef ég ekki prófað alltof marga.
Eins og BinniS þá er ég heillaður af öllu varðandi miðaldir, sverð, bogar og örvar, drekar og ævintýraskepnur. Ég hef ekki eins gaman að skriðdrekum, leisigeislabyssum og einhverju álíka. En Morrowind er mjög fjölbreyttur og skemmtilegur leikur, mjög mikið af verkefnum, örugglega yfir 1000 NPC-ar(none player character).
Veröldin og umhverfið er ótrúlega nákvæmt, miðað við að leikurinn er aðeins á einum diski, hægt er að fara inn í hvert einasta hús, mismunandi veður, dagur og nótt.
Margir telja hins vegar að cbardaga kerfið í leiknum sé frekar gallað en það er realtime og þú leikur einungis einn character.
Þú getur örugglega lesið meira um hann í greininni sem heitir einmitt Morrowind hversu undarlega sem það kann að þykja.
Svo er fer einmitt að koma nýr leikur frá Bethesda Softworks sem ber nafnið The Elder Scrolls IV: Oblivion sem á víst að vera enn betri en Morrowind, með svakalega grafík, hver NPC hefur sitt eigið líf og þeir sem eru fátækir stela frá öðrum jafnvel þeim sem er að spila leikinn o.s.frv.
Ef þú hefur áhuga geturðu örugglega fundið eitthvað meira um leiki frá Elder Scrolls á
heimasíðu Elder Scrolls og á
foruminu þeirra