Ég ætlaði að skrifa þetta á kork en ég sá enga korka þannig að here it goes.
Þessi leikur er fyrsti svona tölvuhlutverkaleikurinn sem ég spilaði af einhverju ráði. Keypti mér reyndar Knigths of the old republic nýlega of finnst hann æði þar sem að ég er forfallið starwars fan. En nóg um það.
Ég er að pæla hvort þið reyndari “roleplayarar” getið bent á einhvern leik sem er sambærilegur TOEE? Ég keypti pakka með Icewind dale og einhverjum af þeim leikjum en ég bara var ekki að botna upp né niður. Um leið og gaurarnir mínir sáu óvin þá bara hlupu þeir allir til og ég fékk engu ráðið. Í TOEE fær maður að láta hvern gaur gera fyrir sig innan ákveðins tímaramma. Mér fannst líka grafíkin eitthvað hálf hallærisleg. Kannski er þetta bara spurning um að fyrsti leikurinn er alltaf sá besti. Mar veit ekki.
Annars væri líka bara gaman að fá einhver komment á TOEE. Veit t.d. einhver hvort það er framhald á leiðinni?