Fyrir nokkrum dögum byrjaði ég að gera Baldur's Gate 1. Mér hefur alltaf fundist hann leiðinlegur en vinur minn fékk mig til að spila hann aftur. Ég kann eiginlega ekkert á hann og ég myndi þiggja nokkrar ráðleggingar. Ég byrjaði fyrst á að búa til mage en ég komst svo að því að ég kann ekkert á galdrakerfið og byrjaði upp á nýtt með álf(elf) sem ég lét vera ranger ranger. Ég kunni heldur eiginlega ekkert á leikinn þá en lét kallinn vera svona
strength 18
dexterity 17
constitution 17
intelligence 8
wisdom 14
charisma 12
Weapon profinces voru svona
bow +2
large sword +2
og racial enemy var ghoul.Núna miðar mér ágætlega áfram en ég kann ennþá ekkert á leikinn. Ég ætla að klára BG1 og TOSC áður en ég byrja á BG2. Ef þið gætuð hjálpað mér við eftirfarandi væri það vel þegið.
Hvernig kall er best að byrja að vera?
Hvernig virka galdrarnir?
Hvernig virkar þessi Armour Class?
Og svo vildi ég gjarna vita allt svona basic stuff sem þarf að vita í BG. Nei, ég á ekki handbókina. Vinur minn sem á leikinn týndi henni.