Þjóðir við Miðjarðarhafið rökuðu sig og snyrtu sitt skegg nokkru fyrir Krists (áætlaða) burð, Rómverjar töldu þvag úr spænskum (þ.e.a.s. frá því svæði sem í dag kallast Spánn) karlmönnum sérlega gott í eins konar tannkrem, og áfram má telja.
Hins vegar veit það hver sem lesið hefur Njálu, að að þótti afar “ókarlmannlegt” að vera skegglaus, samanber lýsinguna á Njáli sjálfum. Ef einhver ætlar sér að spila einhvers konar víkinga-karakter, þá væri, sögulega séð, eðlilegra að hafa hann skeggjaðan.
En auðvitað er ég ekkert að segja einum eða neinum hvernig persónan ætti að líta út.