Þessi leikur hefur verið lofsamaður i gegnum árin og hef ég lengi verið að spá í að fá mér hann og prufa þessa snilld.
Jæja ég var eitthvað að skoða leiki i BT um daginn og rakst þá á þennan pakka.. Fallout 1 , 2 og Tactics saman i pakka á rumlega 3 þúsund kall ég ákvað að slá til og fjárfesta í þessum pakka..
Svo þegar ég kem heim og set Fallout i drifið og innstalla þá kemur upp “sorry, this product is not supported by this version of windows”
Ég fer svo að skoða þetta nánar og kemst að því að win95 og dos eru einu stýrikerfin sem styðja þennan leik
uff sannleikurinn er grátlegur :(
