Flest ykkar kannast við Fallout (Ekki Fallout Tactics, aðrir aðilar hönnuðu hann). Þessi leikur gjörbylti því sem að kallast má RPG og opnaði upp glænýjan heim. Hann var þó ekki byggður á neinu spili eða bókum, bara hrein og gljáfægð hugdetta hjá Troika Games, en þeir hönnuðu hann og þróuðu.
Eftir Fallout hættu Troika hjá Interplay og snéri sér að Sierra með sínu nýjustu hugdettu. Leikurinn þeirra nefnist Arcanum: Of Steamworks and Magick Obscura (Allt skrifað svona) og gerist í nokkurs konar fantasíuheimi þar sem að bæði galdrar og tæknivæðing ráða ríkjum.
Leikurinn byrjar þegar að dvergarnir, orkarnir, mennirnir og allir hinir kynþættirnir hafa nýlega kynnst hinum stórmerkilegu undrum tækninnar. Þegar að íbúar hinna stóru borga byrja svo að framleiða alls kyns tæki eins og ljósaperur, farartæki, gleraugu og jafnvel byssur sjá galdramennirnir, sem að þá hafa dottið úr tísku, sér engan annan kost en að reyna að sanna fyrir fólkinu að galdrar munu ávallt verða ofaná, með góðu eða illu. Persónu þinni er svo ýtt inn í miðjuna á þessu öllu saman.
Arcanum mun notfæra sér öðruvísi uppbyggingarkerfi en við eigum að venjast, nokkuð líkt því úr Diablo. Þú færð einfaldlega punkta sem að þú getur svo notað til að byggja upp kallinn þinn eins og þér hentar. Og ef þú vilt þá geturðu bara látið leikinn sjá um að byggja upp kallinn þinn fyrir þig!
Hægt verður að velja á milli allskyns vopna og galdra. Þessi leikur lítur mjög vel út, og ég vona að hann fari loksins að koma, en honum hefur verið frestað nokkrum sinnum hingað til.
<a href="http://sierrastudios.com/games/arcanum/“>Arcanum heimasíðan</a> - Hér eru allskyns hlutir, þ.á.m. kort af heiminum, sögur, upplýsingar um persónur, og margt annað.
<br><br>Royal Fool
”You've been Fooled"