Þar verð ég að vera hjartanlega sammála, þar sem mér finnst mun meira gaman að því að ráða sögunni sjálfur, og vera meira inn í henni, frekar en að hlaupa á milli staða berjandi skrímsli og fá að ráða fáu um spilun leiksins, þar sem hið góða sigrar að lokum.
* Söguþráðurinn í Planescape: Torment er ekki epískur eins og Baldur's Gate, heldur er hún þjáningasaga einnar persónu og er því hægt að spila leikinn í gegn, hvort sem maður er illur eða góður, þar sem takmarkið er aldrei að bjarga heiminum og læti, svipað og í, tjah, flestum leikjum?
* Í Planescape: Torment velur maður sér ekki class, heldur þarf maður að finna fólk til þess að þjálfa mann í að vera mage eða thief. Maður byrjar default sem fighter, sem meikar já sense þegar á heildarsöguþráðinn er litið.
* Í Planescape: Torment breytist alignment, og söguþráðurinn, eftir samtölum. Maður byrjar sem true neutral en ef maður gerir illverk þá verður maður illur, og ef maður gerir góðverk verður maður góður.
* Það skiptir MIKLU máli hvernig stats eru, svo maður þarf að hugsa þau vel út, ekki spreða þeim í eitthvað án þess að hugsa. Speech style breytist til að mynda eftir hversu hátt intelligence maður hefur, og ef maður hefur gott charisma þá getur maður auðveldlega logið sig út úr ýmsum vandræðum. Það er alveg hrikalega gaman að expiermenta með þetta, sérstaklega wisdom og intelligence, sérstaklega í ljósi þess að ef maður spilar leikinn eftir vitinu getur maður fengið meira af experience, heh.
* Það eru um 3 eða 4 leiðir til þess að klára leikinn, hver um sig hefur sínar afleiðingar.
Allaveganna fékk ég meira skemmtanagildi úr Planescape: Torment en ég fékk úr Baldur's Gate leikjunum, sem eru samt sem áður með mínum uppáhalds leikjum (þó svo að BG2 hangsi heldur neðar en forverinn, einkum vegna þess að BG2 var með aðeins leiðinlegri söguþráð og minna frelsi).<br><br>Með kveðju,
Vilhelm Smári
<a href="
http://www.vilhelm.is/“><font color=”green“>Vefsíða</font></a> - <a href=”mailto:vilhelm@vilhelm.is“><font color=”green“>Vefpóstur</font></a>
<i>”Og Villi sagði ‘verði stuð,’ og það varð stuð. Og hann sá að stuðið var kúlt."</i>
- Genesis, 1. kafli