Hallo hugarar!
ég var nú fyrir skömmu að leika mér í gamla góða Planescape: Torment, forföður Baldurs Gate, og þegar ég var að klára leikinn loadaði ég nokkrum sinnum til að sjá hvernig ég gæti farið að því á mismunandi hátt.
VARÚÐ - VARÚÐ - VARÚÐ - VARÚÐ - VARÚÐ - VARÚÐ - VARÚÐ -
Ekki lesa framhaldið ef þú ert ekki búinn með leikinn, nema þú viljir missa af því að sjá þetta sjálfur!
Nú langar mig mikið til að vita hvernig aðrir hafa klárað leikinn. ég veit að það er hægt að drepa sig, berjast við eiginn dauðleika, tala sjálfan sig til dauða (hljómar illa!) og fá sjálfan sig til að hætta að vera til með nægum viljastyrk.
EN ER HÆGT AÐ KOMAST HJÁ ÞVÍ AÐ ENDA Í THE BLOOd WAR ???
Og að lokum vil ég taka fram að mér finnst þessi leikur vera mun skemmtilegri og betur gerður en til dæmis Neverwinter nights og aðrir nýrri hlutverkaleikir. Þó að grafíkin sé kanski ekkert til að hrópa húrra fyrir þá er sögusviðið, persónusköpunin og sjálf sagan mun betri en það sem tölvuleikir eru að bjóða uppá nú til dags. Svo ekki sé minnst á þær heimspekilegu vangaveltur sem liggja þarna að baki.
Með von um góðar undirtektir -Grubnar.