Nei, þetta er singleplayer leikur sem hægt er að spila online en það er langt frá því að vera nauðsyn.
Þetta fjallar bara um ungann mann(þig) sem elst upp hjá fósturföður sínum og lendir í alskyns ævintýrum.
Þetta er leikur sem byggður er á d&d(Dungeons and dragons) spilinu fræga.
Þú býrð til þinn eigin kall, ávkeður hversu sterkur hann er, hversu lipur, hversu sterkbyggður, hversu gáfaður og þar fram eftir götunum. Þetta allt saman fer auðvitað allt eftir því hvernig köstin þín eru(í d&d er notast við teninga til að ákvarða líkamlega burði kallsins þíns).
Nú, þú getur valið um ýmislegt hvað við kemur “atvinnu” kallsins þíns.
Þú getur verið Fighter sem er nokkurskonar sláturvél sem er að ég held oftast valið.
Thiefs eru líka góður kostur ef þú vilt halda þig í skugganum og ræna fólk =) Þjófar eru einnig nauðsynlegir til að finna gildur og opna lása.
Priests eru læknarnir í leiknum, þá notaru til að lækna kallana þína, einnig hafa þeir einhverja galdra sem eru gagnlegir gegn óvininum.
Mages eru hinir ógurlegu galdrakallar d&d heimsins, Öflugustu menn þessa heims eru oftar en ekki mages, þá mjög hátt levelaðir.
Þetta eru aðal flokkarnir, svo eru auðvitað undirflokkar sem ég ætla ekki að tala um hér, þú lest þér bara til um það.
Nú, þú byrjar einn í leiknum…..þér er strax sagt hvað þú átt að gera.
Þegar þú kemst lengra í leiknum býðst þér að fá fólk með þér í lið….mæli sterklega með því að þú gerir svo.
En svona lokaorðin eru að þessi leikur er einn sá alskemmtilegasti sem ég hef prófað.
<br><br>__________________________________________________
Growing Old Is Unavoidable,
Growing Up Is Optional.
“I think there is a world market for maybe five computers.” – Thomas Watson, chairman of IBM, 1943
__________________________________________________