Eins og sumir vita er hægt að fá Sarevok í lið með sér í TOB, en ég var að rekast á sniðugan hlut með sverðið hans. Áður en lengra er haldið, vil ég benda á að ég er að nota Ascension-moddið (sem ég náði í hérna á Huga.is) og mér datt í hug að spyrjast fyrir hvort þetta sé í moddinu eða leiknum sjálfum.
Alveg í byrjunina á BG2 er hægt að tala við einhvern Djinn sem Jon Irenicus er búinn að vera að kvelja. Ef þú hjálpar þessum Djinn færðu (oftast) Sarevok´s Sword of Chaos +2, sem er Two-handed sword. La-la sverð, en fínt í upphafi.
Nema hvað, ég ákvað að sjá hvað myndi gerast ef ég geymdi sverðið og léti Sarevok hafa það þegar ég loksins hitti hann. Og eftir dúk og disk fékk ég loksins Sarevok í hópinn, og ég dró upp sverðið og setti það í hendina á honum. Þá lýsti Sarevok undrun sinni yfir því að ég væri með sverðið hans (hann spurði líka hvort ég lumaði á brynjunni hans, en svo var ekki) og hann uppfærði sverðið upp í +4 Two-handed sword með fullt að sniðugum fídusum.
Síðan er annar hlutur með Sarevok: Stundum gerir hann eitthvað sem kallast “Deathbringer Assault”. Þetta er eitthvað svipað til Critical Hit, vegna þess að skjárinn hristist alveg rosalega þegar þetta gerist, nema hvað að oftast steindrepst það sem verður fyrir þessu. Er þetta innifalið í Sarevok, eða moddinu? Eða er þetta í sverðinu hans? (Stendur ekki í lýsingunni á því)