Fyrirgefðu, en ég spilaði demóið sem kom með BG2, og ég varð fyrir vonbrigðum. Hann er nákvæmlega eins og alvöru-útgáfan, fyrir utan það að manni er bannaður aðgangur að 2/3 leiksins. En hvað með það. Hér hefst saga mín:
Ég bjó til fjóra kalla, einn Mage, einn Thief, einn Fighter og einn Ranger. Ég setti dót á þau (eins og fjárhagurinn leyfði…) og fór til stráksins sem kemur hlaupandi. Hann bað mig um að hjálpa sér með nokkra (takið eftir því að ég segi “nokkra”) Goblina. Ég fer og mæti þeim. Og viti menn!
Tveir Goblin bogamenn skjóta nokkrum örvum á galdrakallinn minn svo hann verður gagnslaus. (Dauður, sjáið þið til. En það var hvort sem er ekki mikið gagn af honum, því hann var bara með einn Chromatic Orb lagðan á minnið)
Næst skjóta þeir á Fighterinn minn. Hann var með 7 í Armor Class og féll því ekki eins auðveldlega, og þar að auki var hann með 13 HP, en ekki 4 eins og galdrakallinn. Tveir Goblinar ráðast þá á hann aukalega, en sem betur fer nær hann að hakka þá báða í sig með hjálp Thief og Ranger. Því miður dó síðan Fighterinn þremur örvum seinna.
Þá fara Thief og Rangerinn og ráðast á bogamennina. Thiefinn deyr en sem betur fer tekst Rangerinum að ráða við bogamanninn og lifir bardagann af.
Þá var ég búinn að tapa þremur persónum, og átti ekki nógu mikinn pening til að lífga þau öll við. Gaman.
Ó, já, Meðan ég man. Svo geta prestar líka notað scrolls og álfar þurfa sérstakan endurlífgunargaldur, en hann kostar meira.
Royal Fool
Bringing smiles to sappy faces
P.S. Vá!!! Goblinar! Auðveldustu skrímslin af þeim öllum! Fyrir utan Kobolda og Gibberlinga…