Nú hef ég háð marga hildi í BG2, og (oftast) komist lifandi frá þeim í fyrstu tilraun (undantekningar væru helst bardagar við máttuga galdramenn, djöfla og slíkt), og ef ekki, þá hafa það yfirleitt reynst óþarfa bardagar.
En svo er nú fyrir mér komið að mér er nauðsyn að kubba í sundur dreka. Ótal atlögur hef ég gert, en í hver einasta skipti, þá er ég brytjaður niður, tættur í sundur, og svo framvegis.
Getur einhver hjálpað mér? Eru einhver “trikk” við að drepa þessi kvikindi?
thossinn.