Þetta er nú ekki alveg satt. Enginn býður jafn góð verð eða úrval og BT, enda í eigu Tæknivals. (Jamm, fyrir þá sem ekki vita er Tæknival besti kosturinn þegar kemur að öllu tölvudóti… fyrir utan BT!)
Ég keypti leikinn daginn sem að hann kom í hillurnar. Þegar verið var að afgreiða mig (Þetta var í BT Kringlunni) þá sá ég að stelpan dró Bónus diskinn upp úr fullum kassa af diskum. Við erum að tala um svona 500-600 stykki. Ég kom þangað svona fjórum dögum seinna, og þá prófaði ég að beygja mig yfir afgreiðsluborðið í gamni og skoða. Og viti menn! Enn þá fullt af diskum eftir!
Lærdómurinn af þessari sögu er bara einfaldlega að fylgjast með. Ég fylgist með öllum leikjum sem koma út, er áskrifandi að PC Gamer UK (Besta tölvublaði í heimi, might I add!) og man allt sem vekur áhuga minn. Ég legg útgáfudaga á minnið og á heil 3 GB af trailerum á tölvunni minni. In short: Bara að vera fyrri til!
Royal Fool
Bringing smiles to sappy faces
P.S. Ég er ekki að monta mig, bara að sýna áhuga minn fyrir tölvuleikjum.<BR