Neverwinter Nights mun gjörbylta öllum Massively Multiplayer heiminum. Ímyndið ykkur þetta: (ATH: Þetta er eins og ég myndi vilja hafa multiplayer interfacið í NN)
Þú loggar þig inn í kerfið og getur valið fullt af herbergjum sem samsvara heimsálfum, svæðum og löndum, ekki ósvipað IRQinu, þar sem hægt er að stofna sín eigin svæði. Þannig gæti hugi.is haft sitt eigið!
Síðan lendirðu inní chat-room þar sem þú getur talað við aðra. Ég hitti t.d. Karkazz og bið hann um að spila með mér. (Hei, ég varð að leyfa eihverjum að vera með í draumnum) Ég segi honum að ég hafi nýlega lokið við nýja ævintýrið mitt, “Guardian of Faehren”. Hann samþykkir og svo finnum við einhverja aðra tvo-þrjá.
Þegar komið er inn í leikinn þarf engann Dungeon-Master, því að ævintýrið hefur verið scriptað og kódað þannig að það stýrir og stjórnar sér sjálft. (Eíns og í Vampire: Masquerade) Ég get þó alltaf gripið í taumana og breytt einhverju ef þörf krefur.
Allir skemmta sér konunglega og bjarga hinu týnda Kran'hun sverði. Allir eru ánægðir og hafa fengið tvö-þr´ju level í viðbót.
Svona verður Neverwinter Nights, eftir því sem ég hef lesið og heyrt.
Royal Fool
Bringing smiles to sappy faces
P.S. Þið getið byrjað að slefa núna.