willie:
Ég get vel sagt að ég er einnig þvílíkur tölvunörri, og get nefnt næstum hvaða leik sem er og þá einnig fyrirtækið sem hannaði hann og gaf út.
En hvað með það. Bara Action/Adventure leikir? Ertu þá að segja mér að Episode 1 og Infernal Machine (Indy) séu það ekki?
Og svo er annað. Ef ÖLL önnur fyrirtæki hanna bara eitthvað rusl og gefa svo út 5-10 MB plástur fyrir þá, þá er þessi heimur svo sannarlega farinn. Tökum Diablo 2 sem dæmi. Það hafa margir plástrar komið fyrir hann. Já, ég veit, sumir hlutir í þeim voru bara hlutir sem að spilarar vildu sjá í leiknum, en það voru einnig margir hlutir sem þurfti að laga og breyta.
PC tölvur eru einfaldlega þannig að hægt er að setja þær upp á svo marga vegu. Minni, kerfi, örgjörvi, móðurborð, skjákort, CD-drif eru bara örlítið brot af öllum þeim vandamálum sem að leikjahönnuðir þurfa að glíma við þegar code fyrir leik er skrifað. Þess vegna þarf plástra, því að oft hafa hönnuðirnir einfaldlega ekki tíma til að fara yfir allt og prófa ýmsar uppsetningar.
En það er ekki alltaf hönnuðunum að kenna. Mörg leiljafyrirtæki starfa undir öðrum útgefundum, eins og t.d. Electronic Arts, Havas Interactive og Virgin. Þessir aðilar hafa allskyns áætlanir og allt veltur á því að ákveðinn leikur komi út á tilteknum tíma. Vesalings forritararnir verða stressaðir og reyna að flýta sér að klára alla vinnuna svo hægt sé að fara strax á prófunarskeið. Því miður ganga svona hlutir ekki alltaf upp, og þess vegna fá leikirnir lélega dóma: Ekki endilega því þeir eru lélega hannaðir, heldur því þeir gátu orðið mun betri.
Ég veit ekki af hverju ÖLL önnur fyrirtæki búa til rusl í þínum augum, kannski vegna þessa að það er ekki rétt. Lítum á nokkra nýja leiki:
Giants: Citizen Kabuto - Stór og flottur, á sama palli og Outcast
Alice - ÓGEÐSLEGA flottur skotleikur
Hostile Waters - Góður herkænskuleikur sem hagar sér öðruvísi
Quake 3: Team Arena - Góð viðbót, hefði mátt vera ókeypis
Gunman - Notar Half-Life vélina, frá aðstoðarhönnuðum Counter-Strike
Einingis brota-brot af góðum leikjum á markaðnum.
Royal Fool
Bringing smiles to sappy faces<BR
Ert þú að gefa í skyn að þessi snilldarleikur sem að þetta áhugamál snýst um, sé rusl, vegna þess að það var gefinn út 7 mb plástur fyrir hann?
Blizzard (útgefendur Diablo 2, fyrir þá fáfróðu) eru kannski búnir að senda út marga plástra fyrir Diablo 2, en þá hafa þeir iðulega verið litlir (1-2 mb hver) og þeir hafa komið út með margra mánaða millibili.
Dæmi um fyrirtæki sem gefa út stóra patcha er id Software, framleiðandi Quake, og Valve, framleiðandi Half-Life. Patchar frá þeim eru mjög sjaldan minni en 5 mb, og geta stundum farið alla leið upp í 20 mb ef þörf krefur. Það er kallað að gera RISASTÓRAN patch. Ég er því feginn að kaupa yfirleitt ekki shooters.
Samt sem áður man ég ekki eftir því að hafa gagnrýnt Patcha á einn eða annan hátt. Ég er í rauninni aðeins að tala um hvað MÉR finnst en ekki hvað einhverjum ÖÐRUM finnst.
Thanks 4 the info, anyway.
Willie<BR
0
Mér finnst fáránlegt að gagnrýna plástra. Frekar að gagnrýna leikinn ef hann er buggy. Það sem Diablo II plástrarnir hafa líka gert er að balanca gameplay. Þetta er bara continous customer support og ef maður er ekki ánægður með það, þá á viðkomandi að fá sér console. Lítið sem getur farið úrskeiðis þar.<BR
[------------------------------------]
0